Tuesday, November 18, 2014

Litla Smelluverkefnið

Litla smelluverkefnið snérist um það, eins og nafnið gefur ef til vill til kynna, að hafa tvo hluti  sem skornir voru út í plexigler, smellta saman. Þeir máttu vera hangandi eða standandi, bara svo lengi sem þeir pössuðu saman. Ég ákvað að gera drekaflugu, þar sem mér hefur alltaf fundist þær rosa fallegar og tengi þær við ákveðna hluti. 

Ég teiknaði hana upp í Inkscape fríhendis sem var í rauninni ekkert svo erfitt, enda einföld og sæt fluga. Hún er sirka 10 cm á lengd. Til þess að smella henni saman ákvað ég að hafa pinna standandi upp úr henni svo ég gæti tillt vængjunum ofan á hana.


Þrátt fyrir að aftur, vegna tæknierfiðleika, geta ekki sett mynd af skyssunni þá lítur hún svona út ef hún er tekin í sundur. Þegar hún er sett saman þá lítur hún svona út, einföld og skemmtileg.


No comments:

Post a Comment