Tuesday, November 18, 2014

Krukkan

Við áttum að gera krukkuverkefni. Semsagt að gera límmiða sem myndi ná utan um krukku, sem hægt var að setja kerti í (lítið ljósker). Við fengum flestar krukku í skólanum en þar sem mín krukka "týndist", þá eru málin ekki alveg rétt fyrir krukkuna sem ég setti límmiðann á. 

Allavegana, ég ákvað að gera límmiða sem voru með dropum. Vegna smá tæknivandræða get ég ekki sýnt ykkur upphaflegu myndina en ég skal setja hana inn strax og ég kemst í hana aftur. Krukkan mín er semsagt með mynd af dropum sem líta út fyrir að þeir séu að detta niður. Það versta við það var er að línurnar fyrir ofan dropana voru aðeins of þunnar, hefði átt að gera færri dropa og þykkari línur. En hún kom svona út.  



Eins og þið sjáið þá er aðeins erfiðara að koma miðanum á en maður heldur, þarf greinilega að æfa mig aðeins í því áður en ég geri svona aftur. En þrátt fyrir það er hún rosa falleg með slökkt ljós og kerti í. Það kemur frá henni rosa falleg og kósý birta!

No comments:

Post a Comment