Friday, September 19, 2014

Vikan 15-19 september


Í þessari viku fengum við að prófa nýtt forrit sem heitir Sketchup!

Í því er hægt að hanna hluti í þrívídd í réttum hlutföllum. Í þessari viku vorum við að prófa okkur áfram í þessu forriti og áttum að búa til hús. Það besta við þetta forrit er að ef þú hannar hús í því er hægt að búa það til í alvörunni, því það er allt í réttum hlutföllum (þarft samt aðeins að breyta stærðinni). Persónulega finnst mér þetta forrit ekkert ósvipað Paint, nema bara miklu skemmtilegra.

Í tímanum á miðvikudaginn lærðum við að hanna grunninn á húsinu, ásamt gluggum og veggjum. Svo lærðum við að setja inn í húsið húsgöng og mála það. Loksins þegar ég náði að gera húsið mitt almennilega þá gleymdi ég auðvitað að vista það svo ég náði ekki að taka print screen af því. EN, ég náði því í tímanum í dag (föstudeginum). Myndin hérna fyrir ofan er semsagt af húsinu sem ég gerði, það er ekki fullklárað, en gefur ykkur kannski smá mynd af því í hverju við erum að vinna.

Nánari lýsing á forritinu má finna hér http://www.sketchup.com/

Bk, Halldóra Rut

Wednesday, September 17, 2014

Límmiðinn

Annað verkefnið var svo límmiði.
Í rauninni fengum við alveg að ráða hvernig límmiða við myndum gera, hversu stóra eða marga. Við fengum bara upp viss stórt pláss sem við máttum leika okkur með eins og við vildum. Ég hugsaði þetta vel á lengi því mér datt ekkert í hug um hvað ég gæti gert við hann/þá eða í hvað mig langaði til að nota þá. Eins og gerist stundum, fékk ég þá sniðugu hugmynd að búa til límmiða sem ég gæti sett á bílinn minn. Eftir að vera búin að ákveða stað, ákvað ég að mig langaði svolítið til þess að gera límmiða sem væri úlfur, helst ýlfrandi úlfur. Ég fann mynd af úlfi á google en þá var eftir allt hitt plássið. Þá mundi ég eftir setningu sem ég hafði séð á facebook ..




Mér fannst hún passa við svo ég ákvað að setja hana upp og þetta kom bara ágætlega vel út. Svo fór ég og prentaði hana út. Ég tek þá eftir að stafirnir eru of litlir og þéttir, lítið pláss fyrir göt í stöfunum og ennþá minna pláss til þess að plokka úr þá aukahluti sem ég þurfti að losna við. Vélin skar stafina heldur ekki nógu vel svo sumir af þeim voru lausir og ekkert mál að ná úr en aðrir þeirra voru fastir. Ég ákvað samt að reyna að plokka þetta sem átti ekki að vera með á myndinni af minni bestu getu en eins og ég hélt þá heppnaðist þetta ekki eins vel og ég hélt að myndi gera!




Límmiðinn minn endaði semsagt einhvern veginn svona sem útskýrir kannski afhverju ég hef ekkert gert við hann ennþá. Í rauninni er úlfurinn alveg ágætur, en stafirnir fóru alveg í klessu. Mistök eru til þess að læra af þeim svo núna veit ég að það er betra að annaðhvort sleppa bara stöfunum eða hugsa aðeins betur út í hvernig þeir eiga eftir að koma út.

Bk, Halldóra Rut

Lyklakippan

Í fyrstu tímunum fengum við að prófa okkur áfram í Inkscape. Lærðum helling af brellum, grunnskipun forritsins og fengum að skoða tækin, almennar upplýsingar um þau og verkun þeirra.

Fyrsta verkefnið var svo lyklakippa.
Við áttum að gera stjörnu með andlit og svo nafnið okkar, eða einhvers annars, fyrir neðan. Mér fannst rosa skrítið hversu erfitt það væri að gera þessa litlu stjörnu. Ég strokaði hana út oftar en einu sinni til þess að gera hana aftur en það tókst ekki því ég hafði ekki hugmynd um hvernig stjörnu ég ætlaði að gera (Þá lærði ég að það væri betra að vera með hugmynd um hvað manni langaði til að gera áður en maður byrjar). Á endanum var ég farin að hugsa svo mikið um stjönur að ég var komin aftur í minningar um mig og bróðir minn í Super Mario, Nintendo 64, þegar við vorum lítil (Þið sem vitið ekki hvaða stjörnur ég er að tala um, þá eru stjörnur hér og þar um leikinn sem veita þér upplýsingar um allskyns hluti).


Á endanum sætti ég mig svo við það að ég var sokkin alltof djúpt í pælingar um Super Mario að ég ákvað að gera eina svoleiðs stjörnu. Lyklakippan mín endaði semsagt sem Super Mario stjarnan standandi á kassa með nafninu mínu undir, því miður var vélin biluð svo við náðum aldrei að skera hana út. En myndin sem ég gerði af henni er upp í skóla og ég skal henda henni inn við tækifæri!

Bk, Halldóra Rut