Wednesday, September 17, 2014

Lyklakippan

Í fyrstu tímunum fengum við að prófa okkur áfram í Inkscape. Lærðum helling af brellum, grunnskipun forritsins og fengum að skoða tækin, almennar upplýsingar um þau og verkun þeirra.

Fyrsta verkefnið var svo lyklakippa.
Við áttum að gera stjörnu með andlit og svo nafnið okkar, eða einhvers annars, fyrir neðan. Mér fannst rosa skrítið hversu erfitt það væri að gera þessa litlu stjörnu. Ég strokaði hana út oftar en einu sinni til þess að gera hana aftur en það tókst ekki því ég hafði ekki hugmynd um hvernig stjörnu ég ætlaði að gera (Þá lærði ég að það væri betra að vera með hugmynd um hvað manni langaði til að gera áður en maður byrjar). Á endanum var ég farin að hugsa svo mikið um stjönur að ég var komin aftur í minningar um mig og bróðir minn í Super Mario, Nintendo 64, þegar við vorum lítil (Þið sem vitið ekki hvaða stjörnur ég er að tala um, þá eru stjörnur hér og þar um leikinn sem veita þér upplýsingar um allskyns hluti).


Á endanum sætti ég mig svo við það að ég var sokkin alltof djúpt í pælingar um Super Mario að ég ákvað að gera eina svoleiðs stjörnu. Lyklakippan mín endaði semsagt sem Super Mario stjarnan standandi á kassa með nafninu mínu undir, því miður var vélin biluð svo við náðum aldrei að skera hana út. En myndin sem ég gerði af henni er upp í skóla og ég skal henda henni inn við tækifæri!

Bk, Halldóra Rut

No comments:

Post a Comment