Friday, September 19, 2014

Vikan 15-19 september


Í þessari viku fengum við að prófa nýtt forrit sem heitir Sketchup!

Í því er hægt að hanna hluti í þrívídd í réttum hlutföllum. Í þessari viku vorum við að prófa okkur áfram í þessu forriti og áttum að búa til hús. Það besta við þetta forrit er að ef þú hannar hús í því er hægt að búa það til í alvörunni, því það er allt í réttum hlutföllum (þarft samt aðeins að breyta stærðinni). Persónulega finnst mér þetta forrit ekkert ósvipað Paint, nema bara miklu skemmtilegra.

Í tímanum á miðvikudaginn lærðum við að hanna grunninn á húsinu, ásamt gluggum og veggjum. Svo lærðum við að setja inn í húsið húsgöng og mála það. Loksins þegar ég náði að gera húsið mitt almennilega þá gleymdi ég auðvitað að vista það svo ég náði ekki að taka print screen af því. EN, ég náði því í tímanum í dag (föstudeginum). Myndin hérna fyrir ofan er semsagt af húsinu sem ég gerði, það er ekki fullklárað, en gefur ykkur kannski smá mynd af því í hverju við erum að vinna.

Nánari lýsing á forritinu má finna hér http://www.sketchup.com/

Bk, Halldóra Rut

No comments:

Post a Comment