Wednesday, September 17, 2014

Límmiðinn

Annað verkefnið var svo límmiði.
Í rauninni fengum við alveg að ráða hvernig límmiða við myndum gera, hversu stóra eða marga. Við fengum bara upp viss stórt pláss sem við máttum leika okkur með eins og við vildum. Ég hugsaði þetta vel á lengi því mér datt ekkert í hug um hvað ég gæti gert við hann/þá eða í hvað mig langaði til að nota þá. Eins og gerist stundum, fékk ég þá sniðugu hugmynd að búa til límmiða sem ég gæti sett á bílinn minn. Eftir að vera búin að ákveða stað, ákvað ég að mig langaði svolítið til þess að gera límmiða sem væri úlfur, helst ýlfrandi úlfur. Ég fann mynd af úlfi á google en þá var eftir allt hitt plássið. Þá mundi ég eftir setningu sem ég hafði séð á facebook ..




Mér fannst hún passa við svo ég ákvað að setja hana upp og þetta kom bara ágætlega vel út. Svo fór ég og prentaði hana út. Ég tek þá eftir að stafirnir eru of litlir og þéttir, lítið pláss fyrir göt í stöfunum og ennþá minna pláss til þess að plokka úr þá aukahluti sem ég þurfti að losna við. Vélin skar stafina heldur ekki nógu vel svo sumir af þeim voru lausir og ekkert mál að ná úr en aðrir þeirra voru fastir. Ég ákvað samt að reyna að plokka þetta sem átti ekki að vera með á myndinni af minni bestu getu en eins og ég hélt þá heppnaðist þetta ekki eins vel og ég hélt að myndi gera!




Límmiðinn minn endaði semsagt einhvern veginn svona sem útskýrir kannski afhverju ég hef ekkert gert við hann ennþá. Í rauninni er úlfurinn alveg ágætur, en stafirnir fóru alveg í klessu. Mistök eru til þess að læra af þeim svo núna veit ég að það er betra að annaðhvort sleppa bara stöfunum eða hugsa aðeins betur út í hvernig þeir eiga eftir að koma út.

Bk, Halldóra Rut

No comments:

Post a Comment